Söluteymið


Ertu að markaðssetja vörur eða þjónustu? Láttu okkur sjá um það, við erum með frábært teymi í B2B og B2C sölum og kynningum. Það er mun hagkvæmara að vera með breytilegt endursöluverð en fast. Allt okkar fólk hefur víðtæka og góða reynslu af sölu- og þjónustumálum.

Hvernig vinnið þið úr gögnunum ykkar? Við kennum ykkur að nota gögnin til að ná til viðskiptavina og skilja þá og þarfir þeirra betur.

Hvernig gengur fyrirtækinu með sjálfvirka viðskiptaferla og hugbúnað? Við bjóðum upp á sérfræðing í upplýsingatækni til að setja upp og innleiða ykkar eigið CRM kerfi.


Pakki
Söluteymi

 

Skortir ykkur tíma og starfsfólk til að selja vöruna ykkar eða þjónustu? Við sjáum um það fyrir ykkur.

Þessi einstaki pakki færir ykkur sölusérfræðinga sem hafa góða þekkingu á hvaða hlutverkum þarf að gegna til að salan gangi snuðrulaust fyrir sig, söluþróunarfulltrúi (hunter), reikningastjóri (closer), söluráðgjafi (expert) og viðskiptaráðgjafi (farmer).


Pakki
Sölugreind & CRM

 

Í dag hafa fyrirtæki ógrynni af gögnum um vörur sínar, viðskiptavini og annað sem þarf til að auka sölu. Á sama tíma eru kröfur um sjálfvirkni orðnar miklar og er tæknin lykillinn að árangri í þeim málum.

Þessi pakki kennir ykkur að vinna betur með gögnin ykkar með því að safna saman, samþætta, greina og kynna þau betur í gegnum ERP útfærslu CRM pakkans.

Við auðveldum ykkur og viðskiptavinum ykkar að viðhalda sambandi og viðskiptum. Fyrir utan CRM eiginleikann, býður þessi pakki upp á hugbúnað, kerfi og innviði, sem og þjónustu. Við kennum ykkur hvernig á að gera flest af verkum ykkar sjálfvirkt og hvernig þið getið átt betri samskipti við viðskiptavini ykkar.