Sölustýring

Er söludeildin ykkar ekki að ná nógu góðum árangri? Haldið þið að sölutölurnar hefðu getað orðið hærri? Haldið þið að auðveldar hefði verið að ná sölu út úr fund? Ef þið kannist við þessi vandamál þá erum við réttu aðilarnir til að aðstoða ykkur.

Við miðlum reynslu okkar og aðferðum til að bæta söludeildina ykkar en það þýðir þó ekki að breyta þurfi öllum verkferlum. Oft á tíðum þarf bara lítinn neista til að kveikja aftur eld. Yfirleitt ráða fyrirtæki til sín góða sölumenn en hindranir innan fyrirtækisins eða ytri þættir geta haft hamlandi áhrif á árangur.

Við byggjum ráðgjöf okkar á söluáætlun hvers fyrirtækis fyrir sig og komum að ýmsum þáttum til að lagfæra vandamálin. Til dæmis með því að meta þarfir fyrirtækisins varðandi sölu, leggja línurnar og búa til hvata og frammistöðukerfi sem miða að því að hámarka afköst sölumanna fyrirtækisins.


Pakki
Söluáætlun

 

Sum ráðgjafafyrirtæki bjóða upp á námskeið í söluþjálfun en staðlað kennsluefni námskeiðsins hentar oft ekki hvaða fyrirtæki sem er.
Með þessum pakka könnum við uppbyggingu og starfsemi fyrirtækisins áður en við tökum ákvörðun um hvaða ráðgjöf hentar fyrirtækinu hvað varðar söluátælun og markaðsmiðuð verkefni.


Pakki
Hópefli

 

Sölumenn, sem fá þóknun fyrir störf sín, standa oft frammi fyrir harðri samkeppni frá öðrum fyrirtækjum en ekki síður innan eigin fyrirtækis. Sölumenn fara yfirleitt sínar eigin leiðir við vinnslu mála sinna í stað þess að vinna saman sem teymi.

Ef stjórnendur vilja byggja upp árangursríkt teymi er nauðsynlegt að þeir gefi sér tíma til að kynnast starfsmönnum sínum. Með því að þekkja starfsmenn sína vel er auðveldara að koma auga á þá sem geta bætt sig og á þá sem henta ekki í starfið.

Með þessum pakka leggjum við áherslu á að kenna söluteymi ykkar hvernig á að nota þekkingu hópsins til að vaxa sem góðir sölumenn og ná framúrskarandi árangri, en það er til mikilla hagsbóta fyrir fyrirtækið.


Pakki
Leigðu sölusérfræðing

 

Í litlum fyrirtækjum skortir oft tíma og þekkingu til að byggja upp afburðar söluþekkingu á meðal starfsmanna. Þar af leiðandi bjóðum við fyrirtækjum upp á að leigja sölusérfræðing sem kemur tímabundið inn í fyrirtæki og veitir starfsfólkinu alla nauðsynlega kennslu og gögn til að þróast og vaxa fyrirtækinu í hag.


Pakki
Stafræn markaðssetning & rafræn viðskipti

 

Síðustu ár hefur viðvera fólks á netinu aukist með hverju árinu. Áhrif kórónaveirunnar ýttu enn meira undir þá viðveru og höfðu mikil áhrif á viðskipti á netinu. Stafræn markaðssetning og netverslun varð ómissandi hluti af viðskiptum fyrirtækja.

Ef fyrirtæki tengjast viðskiptavinum sínum rafrænt þá hafa þau tækifæri til að þróa varanlegt samband við þá á sama tíma og þau bæta sýnileika fyrirtækisins og uppgötva jafnvel nýja markaðshópa.

Þessi pakki býður upp á uppbyggingu vefsíðu og netverslunar, nýjustu strauma í stafrænni markaðssetningu, samþættingu og rekstur á samfélagsmiðlum, leitarvélabestun (SEO) og uppbyggingu auglýsingaherferðar, meðal annars á Facebook, Instagram, Pinterest og Google Ads.