Hver erum við

Sölu- og ráðgjafateymi okkar hefur áratuga reynslu af sölustjórnun og vöruþróun.

Reynsla teymisins kemur úr mismunandi atvinnugreinum eins og stjórnunarráðgjöf, ferðaþjónustu, matvælaiðnaði, sjávarútvegi, tryggingaráðgjöf, framleiðslu auglýsinga, þjónustu við íþrótta- og tómstundafélög, hugbúnaðarforritun en einnig úr háskólasamfélaginu.

Teymið hefur reynslu víðast hvar úr heiminum og hefur aflað sér mikillar þekkingar ásamt því að auka tengslanet sitt um allan heim.

Með þeirri miklu sérþekkingu, sem teymið okkar býr yfir, erum við lykillinn að árangri ykkar í söluaukningu.

Kynntu þér teymi sérfræðinga okkar

Hvað gerum við

Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar upp á persónulega þjónustu þar sem við sérsníðum verkefnin að þörfum hvers og eins viðskiptavinar.

Með okkar frábæra teymi bjóðum við upp á sölustjórnun og markaðssetningu, við byggjum upp vörumerki fyrirtækja, sjáum um að mynda tengslanet við viðskiptavini og veitum SEO (leitarvélabestun) og CRM ráðgjöf.

Við aðstoðum og ráðleggjum fyrirtækjum varðandi sölu á vörum og þjónustu, höldum utan um viðskiptavini þeirra ásamt ýmsum öðrum verkefnum.

Með söluteymispakkanum fær svo hvert fyrirtæki sitt persónulega söluteymi sem sér um allt söluferli fyrirtækisins.

Fáðu þinn eigin sölustjórnunarpakka

Fáðu þitt eigið söluteymi