
SÖLUTEYMI
SÖLU
Ef þú ert með fyrirtæki sem er að byrja, að koma með nýja vöru á markað eða langar að athuga viðtökur áður en allt fer á fullt, þá gæti utanaðkomandi sölufyrirtæki hentað þér.
TEYMIÐ
Hópur sérfræðinga sem samanstendur af sölusérfræðingum, markaðsfræðingum, CRM sérfræðingum og sölustjóra. Innviðir eru til staðar með vél- og hugbúnaði til að keyra áfram öll sölutengd mál.
Að ráða utanaðkomandi söluteymi er ekki endilega varanleg lausn. Hugsaðu um þetta eins og skrifstofuhúsnæði. Ef þú ert ekki viss hvort þú viljir kaupa eða ert ekki með fjármagnið í það, hvað er þá það næst besta? Að leigja það!
ÞITT
Við metum þarfir fyrirtækisins og/eða vörunnar sem þú vilt að við seljum. Við veitum þér teymi sérfræðinga sem sér um söluferlið þér til hagsbóta.